Vefleiðangur um Þórsmörk

eftir

Eygló R. Sigurðardóttur

Kynning | Verkefni| Bjargir | Ferli | Mat | Niurstaa

Kynning

Þið eigið að skipuleggja ferðalag í Þórsmörk. Ferðalagið tekur eina viku í júlí, þið ferðist með rútu og gistið í tjaldi. Þið þurfið að skipuleggja ferðina, gera ferðaáætlun, ákveða útbúnað, nesti og skipuleggja hvað þið ætlið að skoða á hverjum degi.

 

efst su


Verkefni

Það sem þið eigið að gera er að búa til ferðaáætlun, útbúnaðarlista og merkja leiðir og staði á kort. Þið eigið líka að svara spurningum og kynna ferðaáætlun ykkar fyrir hinum bekkjarfélögunum.

 

efst su


Bjargir

Hér eru nokkrar vefsíður sem þið getið notað við undirbúning ferðarinnar.

Ferðavísir um Þórsmörk

Áætlunarbifreiðar í Þórsmörk

Hjá Ferðafélag Íslands og Útivist er hægt að fá ýmsar upplýsingar um Þórsmörk

Smá upplýsingar um Þórsmörk

Kort af Þórsmörk

Hér er útbúnaðarlisti sem gott er að hafa þegar farið er í bakpokaferð

Hjá Skátafélaginu Ægisbúum getið þið fengið sýnishorn af útbúnaðarlista

Hér eru ýmsar ferðaupplýsingar um Suðurland

Nokkrar góðar fjallareglur

Á Íslandsvefnum eru ýmsar upplýsingar um Ísland

Hjá Vegagerðinni eru ýmsar upplýsingar um vegi og vegalengdir

Á Ferðanetinu eru upplýsingar um ferðaþjónustuaðila

Hjá Landmælingum Íslands er hægt að kaupa kort

Upplýsingar um gönguleiðir í Þórsmörk

Í Nanoq getur þú fengið allan útilegubúnað

Einnig eru hér leitarvélar þar sem þið getið slegið upp leitarorðinu Þórsmörk

Leit.is

Google.com

Bækur og kort sem gott er að hafa er t.d.

Þórsmörk, eftir Þórð Tómasson

Kort af Þórsmörk

Landabréfabók

Íslandskort eða kort af Suðurlandi

efst su


Ferli

 1. Kennarinn skiptir hpa og fr uppgefi hvaða hp ert.
 2. Hópurinn skiptir með sér verkum. Í hverjum hóp þarf að vera að minnsta kosti einn fararstjóri og einn ritari.
 3. Gerið útbúnaðarlista þar sem fram kemur allt sem þið þurfið að hafa með í vikuferð í Þórsmörk. Þar þarf að koma fram hvaða mat, klæðnað og annan útilegubúnað þið ætlið að taka með.
 4. Búið til ferðaáætlun þar sem kemur fram hvað þið ætlið að gera á hverjum degi, hvaða staði þið ætlið að skoða, hvernig þið ætlið að ferðast og tímaáætlun.
 5. Þið þurfið að heimsækja að minnsta kosti tvo staði á Suðurlandi þar sem þið þurfið að taka rútu frá Þórsmörk.
 6. Gerið ferðaáætlunina og útbúnaðarlistann í Word-skjal og prentið það svo út. Gaman væri að hafa myndir með.
 7. Ljósritið kort af Þórsmörk og merkið inná þá staði sem þið ætlið að skoða.


Svarið eftirfarandi spurningum:

 1. Í hvaða sýslu er Þórsmörk?
 2. Hvaða þrír jöklar sjást frá Þórsmörk?
 3. Hvað eru margir kílómetrar frá Reykjavík í Þórsmörk?
 4. Hvar eru þrír helstu gististaðirnir í Þórsmörk?
 5. Hvað heitir skáli Ferðafélags Íslands í Þórsmörk?
 6. Á milli Þórsmerkur og Landmannalauga er ein vinsælasta gönguleið landsins. Hvað er hún kölluð
 7. Nefnið að minnsta kosti tvær stórar ár sem þarf að keyra yfir á leiðinni í Þórsmörk

efst su

 


Mat

Verkefnið er metið þannig:

Ferðaáætlun - 40%

Útbúnaðarlisti - 20%

Samvinna/hópvinna - 20%

Kynning á verkefninu - 20%

Gefin er einkunn fyrir hópinn og einstaklingseinkunn

 

efst su


Niurstaa

Þegar verkefninu er lokið eigið þið að kynna ferðaáætlun fyrir bekkjarfélögum. Þið þurfið að sýna á korti helstu staði sem þið ætlið að skoða, kynna útbúnaðinn og sýna myndir úr Þórsmörk.

 

efst su


Seinast uppfrt 28.febrúar 2002
© Eygló R. Sigurðardóttir