Lög Ferðaklúbbsins Þvert á leið.


Heiti félagsins og markmið
1. gr. Ferðaklúbburinn heitir Þvert á leið og hefur breytilegt aðsetur
2. gr. Markmið ferðaklúbbsins er:
1. að ferðast saman um landið þvert og endilangt
2. að aka ávallt í humátt og þvert á leið
3. að fara í sem flestar hálendisferðir á hverju ári
4. að sýna landinu virðingu og fylgja reglum Náttúruverndarráðs um umgengni á landinu
5. að fara ekki vanbúinn í fjallferðir
6. að halda reglulega myndakvöld
7. að fara minnst 2 langar ferðir á ári
8. að grilla í hverri ferð
9. að eignast eigið húsnæði utan alfaraleiðar

Skipulag og stjórn
3. gr.Stjórn félagsins skal skipuð þrem mönnum: formanni, gjaldkera og ritara.
Stjórn er kosin á aðalfundi. Formaður er kosinn sérstaklega. Kjörtími stjórnar er eitt ár.
4. gr.Aðalfundur skal haldinn fyrir lok október ár hvert. Boða skal til aðalfundar með minnst tveggja vikna fyrirvara. Aðalfundur telst löglegur ef a.m.k. 50% félagsmanna situr fundinn. Félagsgjald skal greitt á aðalfundi. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir einir sem greitt hafa félagsgjöld
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar og nefnda
2. Reikningar lagðir fram
3. Lagabreytingar
4. Inntaka nýrra félaga
5. Kosning stjórnar og nefnda
6. Önnur mál
5. gr.Almennir fundir skulu haldnir annan fimmtudag hvers mánaðar.
6. gr.Eftirfarandi nefndir skulu starfa innan félagsins:
1. Ferðanefnd
2. Skemmtinefnd
3. Ritnefnd
4. Tækjanefnd
7.gr. Félagið skal gefa út óreglulega fréttabréfið Humátt og skal það ekki koma út oft ári.

Nýir félagar
8. gr.
Þeir einir geta orðið félagar sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1. Eiga eða hafa aðgang að jeppbifreið
2. Hafa ódrepandi áhuga á jeppaferðum
3. Hafa ferðast með félaginu í a.m.k. eitt ár (minnst 4 sinnum)
4. Fá stuðning meirihluta félagsmanna á aðalfundi
Þeir sem æskja inngöngu í ferðaklúbbinn skulu sækja um það formlega til stjórnar og öðlast þeir þá rétt til að taka þátt í almennu starfi félagsins. Nýir félagar fá inngöngu í félagið á aðalfundi.

Ýmis ákvæði
9.gr. Félagsmenn falla útaf félagaskrá ef þeir mæta ekki í ferð í eitt ár.
10.gr. Lögum þessum verður einungis breytt á aðalfundi.

Til baka á heimasíðu Eyglóar