Mosaik úr brotnum flísum

Hvað er mosaik?

Mosaik er hönnun eða mynd búin til úr litlum brotum, t.d. úr gleri, postulíni, speglum eða keramikflísum.
Menn hafa búið til mosaikmyndir í þúsundir ára. Fyrstu mosaikmyndirnar sem gerðar voru af súmerum í Mesóbótamíu voru úr rauðbrúnum leir. Smásteinar voru notaðir til forna til að búa til mosaik mynstur í garða í Kína og á gólf í Tyrklandi og Grikklandi.
Á fimmtándu öld voru veggir og lotf skreytt með mosaiki og kirkjur voru skreyttar stórum mosaik listaverkum. Á átjándu öld var Róm mistoð mosaiklistamanna og listamenn Vatíkansins bjuggu til smámyndir, skartgripi og box úr mosaik
Á seinni hluta nítjándu aldar varð aftur mikill áhugi á mosaik og byggingar voru skreyttar með stórum mosaik listaverkum, meðal annars í Barcelona, Prag og París.

Blandað mosaik
Það sem átt er við með blönduðu mosaik er þegar margs konar efni, t.d. gler, flísar, postulín, steinar og skeljar er blandað saman í mosaik mynd.

 

 

© Eygló R. Sigurðardóttir - maí 2002