Margmiðlun til náms og kennslu

Skilasíða

KHÍ-framhaldsdeild

Janúar-maí 2003

Tenglar:

flass, uppl frá Braga
this.is/flass

Macromedia Flass

Hljóð á netinu frá Sounddogs.com

Tenglar frá Sibbu

WebCT

Ýmis æfingaverkefni:

fyrsta flassið

Mediator prufa

 

 

 Verkefni: (skilafrestur 17.maí)

Margmiðlunarefni í Mediator (50%)
Aðalverkefnið mitt er margmiðlunarefni um Norðurlöndin. Efnið er ætlað til kennslu á miðstigi grunnskóla, þar sem fjalllað er um Norðurlönd. Verkefnið er þannig upp sett að fyrir hvert land eru fjórar síður með helstu upplýsingum um landið. Textinn er hafður stuttur og einfaldur því að krakkarnir nenna ekki að lesa langan texta með smáu letri. Á hverri síðu eru allir fánar Norðurlanda og kort af Norðurlöndum. Alltaf er hægt að sjá frá hvaða landi fáni er með því að setja músina yfir hann. Þá er fáni þess þjóðar sem síðan fjallar um stækkaður og hafður efst á síðunni.
Hægt er að hlusta á textann lesinn með því að ýta á hnapp. Einnig er hægt að fara í leik, þar sem nemendur eiga að ýta á myndavélina og þá birtist jólasveinn í einu Norðurlandi og nemendur eiga að giska á í hvaða landi jólasveinninn er staddur með því að ýta á réttan fána. Hægt er að fara aftur í leikinn og þá birtist jólasveinninn í öðru landi. Markmið með leiknum er að nemendur læri fána og legu allra Norðurlandanna.
Efnið er hér á vefnum (þarfnast lagfæringar), en ég skila því fullunnu á diski
.
Gaman væri að halda áfram með þetta verkefni og bæta þá við öllum hinum Evrópulöndunum.

Norðurlöndin

Efnisgerð í Flash (10%)
Í flass vann ég fjögur stutt verkefni:
flash1- bátur
flash2- flugan
flash3- drag and drop

flash4- blikkar augum

Myndbútur (10%) -Snorri skíðakappi (12,4Mb)
M yndband (4 1/2 mínúta) um Snorra Þór þegar hann var að byrja að fara á skíði. Myndin er tekin á Fuji stafræna myndavél þar sem hægt er að taka stutt videoskot. Hún er svo klippt í myndvinnsluforriti sem heitir DigitalBlue. Hljóðið er talað inná í sama forriti.

Hljóðþáttur (10%) -hljóð í videomynd (talað inná myndina) og í Norðurlandaverkefninu (hljóð á hnöppum, stutt tónlist og allur textinn lesinn upp). Hljóðið í videoinu er talað inná í DigitalBlue-forritinu. Hljóðið í Norðurlandaverkefninu er unnið í CoolEdit, og vistað sem mp3. Sum hljóðin eru fengin á netinu (Sounddogs.com) og svo notaði ég forritið (CoolEdit) til að tala inná textann.

Tvö önnur verkefni (20%):

Hringmyndirnir eru allar teknar á Fujifilm stafræna myndavél og settar saman í Pixaround.

-Hringmynd1
Hringmynd tekin í stofunni heima hjá mér. Myndin er tekin með þrífæti
Hringmynd2
Hringmynd tekin af útsýnispallinum í Perlunni, Öskjuhlíð. Ég labbaði með myndavélina allan hringinn og tók myndirnar. Sumar samsetningar eru því ekki mjög góðar, en heildarmyndin þokkaleg miðað við að myndirnar eru ekki teknar frá sama punktinum.
Hringmynd3
Myndin er tekin neðan við goshverinn í Öskjuhlíð. Notaður var þrífótur.
Hringmynd4
Hringmynd tekin í Öskjuhlíð af goshvernum og nágrenni. Myndin er tekin með þrífæti.

Hringmynd með Photostitch

-Flæðirit um Norðurlöndin (unnið í forritinu Kidspiration)

© Eygló R. Sigurðardóttir
Síðast uppfært 7-aug-03